Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. mars 2021 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Wamangituka sleit krossband gegn Bayern
Mynd: Getty Images
Silas Wamangituka þykir einn af efnilegri framherjum þýska boltans en hann verður frá næstu mánuðina eftir að hafa lent í slæmum meiðslum.

Wamangituka sleit krossband á hægra hné í 4-0 tapi á útivelli gegn FC Bayern um helgina.

Ungstirnið reiðir sig mikið á sprengikraft, hraða og tækni í leik sínum þar sem hann er hægri kantmaður að upplagi en getur einnig spilað sem sóknarmaður.

Wamangituka, sem er frá Kongó, er búinn að skora 11 mörk í 25 leikjum í þýsku deildinni á tímabilinu. Hann er 21 árs gamall.

„Þetta eru súrar fréttir, hans verður sárt saknað. Hann er gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur," sagði Sven Mislintat, yfirmaður íþróttamála hjá Stuttgart.
Athugasemdir
banner
banner
banner