Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. mars 2023 18:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Chilwell segir erfitt að hafa misst af HM - „Reyni að líta á björtu hliðarnar"
Ben Chilwell hér lengst til hægri
Ben Chilwell hér lengst til hægri
Mynd: Getty Images

Ben Chilwell varnarmaður Chelsea og enska landsliðsins er mættur aftur í landsliðið en hann missti af HM í Katar vegna meiðsla.


Hann hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin ár en hefur spilað vel með Chelsea undanfarinn einn og hálfan mánuð.

Hann er verðlaunaður með því að vera valinn í enska hópinn sem mætir Ítaliu og Úkraínu í undankeppni EM 2024.

„Allir fótboltamenn fara í gegnum tíma sem er andlega erfiður, maður verður að vera sterkur og komast í gegnum þetta enn sterkari. Þannig hef ég litið á meiðslin mín. Ég missti af HM, ég reyni að líta á björtu hliðarnar svo þegar ég kem til baka er ég klár í að hjálpa Chelsea og enska landsliðinu," sagði Chilwell.

Liðsfélagi hans hjá Chelsea og í landsliðinu, Reece James, missti einnig af HM vegna meiðsla.

„Ég er mjög ánægður að sjá að hann er kominn aftur, á furðulegan hátt var það gott að hafa hvorn annan. Við gátum deilt sársaukanum að missa af HM, ef svo má að orði komast. Við hjálpuðum hvor öðrum mikið og komum sterkari til baka. Við erum að spila vel með Chelsea og vonandi getum við hjálpað að gera vel með Englandi í vikunni," sagði Chilwell.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner