Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   fös 21. mars 2025 16:37
Elvar Geir Magnússon
Eggert Aron spenntur fyrir nýju verkefni - „Þetta er hálfgerð klikkun“
Eggert í baráttunni með U21 landsliðinu gegn Ungverjalandi á Pinatar í dag.
Eggert í baráttunni með U21 landsliðinu gegn Ungverjalandi á Pinatar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eggert gekk í raðir Brann.
Eggert gekk í raðir Brann.
Mynd: Brann
Eggert Aron Guðmundsson er með U21 landsliðinu sem leikur tvo æfingaleiki á Pinatar á Spáni, sá fyrri kláraðist í dag en þá vann Ísland 3-0 sigur gegn Ungverjalandi.

Þessi 21 árs sóknarmiðjumaður gekk í raðir norska liðsins Brann í síðasta mánuð og ræddi meðal annars um þau skipti í viðtali við Fótbolta.net. Hann yfirgaf sænska liðið Elfsborg, þar sem hann hafði ekki verið sáttur við tækifærin, og Freyr Alexandedersson fékk hann til Brann.

„Þetta hefur bara verið geggjað. Ég fór með liðinu til Marbella og hef bara verið í Bergen í eina viku. Ég er enn að kynnast borginni en hún lítur vel út, strákarnir eru drullunæs, hópurinn góður og Freysi náttúrulega frábær. Þetta er eitt besta lið Noregs og þetta lítur helvíti vel út," segir Eggert sem vonast til að þetta hafi reynist gott skref á hans ferli.

„Ég vona það. Ég hef spilað vel og æft vel. Fyrsti leikurinn er um næstu helgi og vonandi fæ ég að byrja þann leik."

Það er gríðarlegur fótboltaáhugi í Bergen og hópur stuðningsmanna sem tók á móti Eggerti á flugvellinum þegar hann gekk í raðir félagsins.

„Þetta er hálfgerð klikkun. Það kom video af mér þarna þegar ég lenti á flugvellinum. Maður venst því að það séu alltaf nokkrir fjölmiðlamenn á æfingu og allar kamerur á manni og það er bara gaman."

Hægt er að sjá viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan en þar ræðir Eggert um leikinn gegn Ungverjum í dag, nánar um verkefnið framundan í Noregi og viðskilnaðinn við Elfsborg.
Athugasemdir
banner
banner