Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   sun 21. apríl 2024 16:54
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Valskonur hefja titilvörnina á sigri
Valskonur byrja vel
Valskonur byrja vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3 - 1 Þór/KA
1-0 Amanda Jacobsen Andradóttir ('24 )
2-0 Amanda Jacobsen Andradóttir ('27 )
3-0 Jasmín Erla Ingadóttir ('70 )
3-1 Sandra María Jessen ('88 )
Lestu um leikinn

Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals byrja Íslandsmótið af krafti en liðið vann Þór/KA, 3-1, í opnunarleik Bestu deildarinnar.

Amanda Jacobsen Andradóttir skoraði fyrsta mark deildarinnar á 24. mínútu leiksins.

Jasmín Erla Ingadóttir átti sendingu fyrir á Amöndu sem náði að teygja sig í boltann og koma honum undir Hörpu Jóhannsdóttur í markinu.

Amanda bætti við öðru þremur mínútum síðar. Fanndís Friðriksdóttir kom boltanum á Amöndu sem lét bara vaða fyrir utan teig og söng boltinn í netinu.

Hún var grátlega nálægt því að fullkomna þrennuna stuttu síðar en skalli hennar fór rétt yfir markið.

Jasmín Erla skoraði þriðja markið þegar tuttugu mínútur voru eftir. Valskonur áttu aukaspyrnu sem endaði hjá Jasmín og tókst henni að vippa boltanum skemmtilega yfir Hörpu. Glæsilegt mark.

Sandra María Jessen náði í sárabótamark fyrir Þór/KA undir lok leiks er hún skoraði af stuttu færi en lengra komust gestirnir ekki.

Lokatölur 3-1 fyrir Val sem hefur titilvörnina á nokkuð þægilegum sigri á heimavelli.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 3 3 0 0 12 - 4 +8 9
2.    Breiðablik 2 2 0 0 6 - 0 +6 6
3.    Þór/KA 3 2 0 1 7 - 4 +3 6
4.    Fylkir 3 1 2 0 7 - 5 +2 5
5.    Víkingur R. 3 1 1 1 6 - 10 -4 4
6.    Stjarnan 2 1 0 1 4 - 4 0 3
7.    FH 2 1 0 1 1 - 4 -3 3
8.    Þróttur R. 3 0 1 2 3 - 5 -2 1
9.    Tindastóll 2 0 0 2 0 - 4 -4 0
10.    Keflavík 3 0 0 3 4 - 10 -6 0
Athugasemdir
banner
banner