Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Sterkastur í 7. umferð: Núna er ég kominn ofar á völlinn og þá komu mörk
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Gummi Magg: Það var sætt að sjá hann í netinu
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
„Veit ekki hvort hann verði klár í næsta leik, þarnæsta eða eftir tíu leiki"
Jón Þór: Hann bjargaði stigi fyrir okkur í dag
Jason Daði: Ég er leikmaður Breiðabliks og er mjög sáttur hér
Frans: Refsuðum þeim þegar boltinn skoppaði aðeins á grasinu
Jökull: Sendu fullorðna menn að biðja þá um að gera þetta hægt
Rúnar Kristins: Góður varnarleikur, misheppnuð færi og góðir markmenn
Magnús Már: Þetta er ekki "RUPL" þetta er fokking rugl
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Ungstirnið nýtur þess að spila með Fram - „Ekki til betri tilfinning fyrir mig"
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Sveinn Margeir ósammála Mána: Geggjað tækifæri í námi og fótbolta
Viðar Örn: Heyri fullt af hlutum um mig og í svona 98% tilvika er það kjaftæði
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
banner
   sun 21. apríl 2024 23:07
Sölvi Haraldsson
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er bara súrt að tapa. Þetta var ekki nógu gott heilt yfir. Það er stutt í næsta leik og maður verður að jafna sig hratt á þessu.“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 4-1 tap á Víkingum í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

Höskuldur er ánægður með hvernig leikurinn byrjaði en hann telur að Blikarnir hafi flýtt sér of mikið og hefðu átt að anda með nefinu þegar þeir fengu fyrsta markið á sig.

Við mætum kröftugir til leiks. Þeir ná svo að þrýsta okkur til baka og fá mörg föst leikatriði í röð. Það er stutt á milli markanna í fyrri og seinni hálfleik. Við förum að flýta okkur allt of mikið. Við hefðum átt að anda bara aðeins með nefinu.“

Leikirnir milli liðanna í fyrra voru mjög tíðindamiklir bæði innan sem utan vallar. Höskuldur er mjög lítið að pæla í því fyrir og eftir leiki.

Ég veit það ekki. Maður er ekkert að pæla í því. Fyrst og fremst er maður að pæla í leiknum sjálfum. Ég hef ekkert meira um það að segja. Þetta var hörkuleikur og ég fann það að það er mikið kapp á milli liðanna.

Stuðningsmenn Víkings voru duglegir að gelta á Höskuld Gunnlaugsson þegar hann fékk boltann í leiknum.

Ég tek mjög lítið eftir hlutum utan vallarins í leiknum sjálfum. Það er bara eins og það er.

Breiðablik mætir Keflavík í Keflavík í bikarnum í vikunni.

Það verður bara hörkuleikur. Keflavík úti er erfið rimma alltaf. Sérstaklega í bikarnum. Þótt þeir séu í B-deild eru þeir með gott lið og góða stemningu í liðinu þannig við þurfum að koma vel stemmdir inn í þann leik.“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Víkinga eftir 4-1 tap Breiðabliks gegn Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner