Lionel Messi átti enn einn stórleikinn fyrir Inter Miami sem vann Nashville, 3-1, í MLS-deildinni í nótt.
Argentínumaðurinn skoraði fyrsta mark Inter Miami með því að tækla boltanum í netið af stuttu færi áður en hann lagði upp annað mark fyrir spænska miðjumanninn Sergio Busquets, sem stangaði hornspyrnu Messi í netið.
Hann gerði þá þriðja markið úr vítaspyrnu undir lok leiks til að tryggja sigurinn en Inter Miami er á toppnum í Austur-deildinni með 18 stig eftir tíu leiki.
Messi hefur nú komið að fjórtán mörkum í níu leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.
Dagur Dan Þórhallsson var í byrjunarliði Orlando sem gerði 2-2 jafntefli við Montreal. Dagur og félagar hans eru án taps í síðustu fjórum leikjum en liðið er í 12. sæti með 9 stig.
Nökkvi Þeyr Þórisson kom inn af bekknum á 73. mínútu í 3-3 jafntefli St. Louis gegn Sporting Kansas City í Vestur-deildinni. St. Louis er með tólf stig úr níu leikjum.
It had to be him.
— Major League Soccer (@MLS) April 20, 2024
Messi with his sixth goal in six matches to pull @InterMiamiCF level! pic.twitter.com/DjFaFEQxY1
Athugasemdir