Í dag var dregið í 8-liða úrslit Borgunarbikarsins. Ljóst er að Fylkir og Stjarnan eigast við en Fótbolti.net ræddi við Loga Ólafsson eftir dráttinn.
Logi var meðal annars spurður út í umtöluð ummæli kollega hans hjá FH, Heimis Guðjónssonar, eftir að Hafnarfjarðarliðið tapaði 3-1 fyrir Stjörnunni í gær.
Logi var meðal annars spurður út í umtöluð ummæli kollega hans hjá FH, Heimis Guðjónssonar, eftir að Hafnarfjarðarliðið tapaði 3-1 fyrir Stjörnunni í gær.
„Ég er bara að segja að ég gerði mistök með því að stilla þessu svona upp og ef ég er ekki að ná til hópsins þá hef ég ekki mikið að gera hér lengur," sagði Heimir meðal annars í viðtali sem hægt er að sjá með því að smella hér.
Logi hafði þetta að segja:
„Þetta er eitthvað sem hann ákvað að gefa út og ég veit ekki hvað lá að baki. Persónulega fannst mér FH-liðið ekki öðruvísi skipað en það hefur verið í undanförnum leikjum. Það eru kannski ein til tvær breytingar."
„Auðvitað nota menn ýmis brögð til að vekja menn til umhugsunar inni á vellinum. Heimir bara axlar sína ábyrgð með þessari yfirlýsingu."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
























