Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   fös 21. júní 2019 16:04
Arnar Daði Arnarsson
Kári Árna ætlar sér á EM: Tek stöðuna þegar það er búið
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Arnar Daði Arnarsson
Kári Árnason er formlega orðinn leikmaður Víkings í Reykjavík á nýjan leik. Kári, sem er 36 ára, hefur verið lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins í gegnum velgengnina undanfarin ár.

„Tilhugsunin er frábær. Ég er mjög ánægður með þetta. Það kom aldrei neitt annað lið til greina að spila með í rauninni ef ég var að koma heim á annað borð," sagði Kári Árnason í viðtali eftir undirskriftina í Víkinni í dag.

Hann segir að það hafi alveg komið til greina að vera áfram úti í atvinnumennsku og fresta heimkomunni um nokkra mánuði.

„Ef rétta boðið hefði komið á borðið þá hefði ég skoðað það. Mér bauðst að spila í Tyrklandi en ég hafði ekki áhuga á því en þetta var endanleg ákvörðun."

Svipuð staða var uppi á sama tíma í fyrra en þá ákvað Kári að taka slaginn í eitt ár í viðbót í atvinnumennsku.

„Mér fannst ég ekki vera alveg tilbúinn að koma heim strax. Mér finnst ég eiga góð ár eftir. Mér fannst ég geta spilað á hærra leveli í lengri tíma í fyrra og það hefur svosem ekkert breyst mikið en ég er meira til í það andlega að koma heim og klára þetta hérna."

Hann fær keppnisleyfi með Víkingum þegar glugginn opnar þann 1. júlí en sama dag leikur liðið gegn ÍA. Samningurinn er út næsta tímabil, 2020. Hann segir ekkert ákveðið hvort hann leggi skóna á hilluna eftir tímabilið á næsta ári.

„Ég er ekkert búinn að ákveða það í rauninni. Þetta er mjög þægilegt fyrir mig. Við ætlum okkur á EM og þá myndi ég klára tímabilið eftir EM og síðan getum við tekið stöðuna þegar það er búið," sagði Kári.

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner