Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fös 21. júní 2024 12:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Slóvakíu og Úkraínu: Kallað í þann leikja- og markahæsta
Andriy Yarmolenko.
Andriy Yarmolenko.
Mynd: EPA
Slóvakía lagði Belgíu að velli í fyrsta leik.
Slóvakía lagði Belgíu að velli í fyrsta leik.
Mynd: EPA
Fyrsti leikur dagsins á Evrópumótinu er núna klukkan 13:00 þegar Slóvakía og Úkraína eigast við.

Slóvakía kom mjög á óvart í fyrsta leik sínum með því að leggja Belgíu að velli en á meðan tapaði Úkraína óvænt stórt gegn Rúmeníu.

Byrjunarliðin fyrir þennan leik eru klár en það kemur ekkert á óvart að Slóvakía gerir nákvæmlega engar breytingar á milli leikja.

Úkraína gerir hins vegar þrjár breytingar á liði sínu og er meðal annars kallað í markahæsta- og leikjahæsta mann hópsins: Andriy Yarmolenko.

Byrjunarlið Slóvakíu: Dúbravka, Pekarík, Vavro, Skriniar, Hancko, Kucka, Lobotka, Duda, Schranz, Bozeník, Haraslin.

Byrjunarlið Úkraínu: Trubin, Tymchyk, Zabarnyi, Matviyenko, Zinchenko, Sudakov, Brazhko, Shaparenko, Mudryk, Yarmolenko, Dovbyk.

Dómari: Michael Oliver (England)
Athugasemdir
banner
banner
banner