Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   fim 21. júlí 2016 22:02
Jóhann Ingi Hafþórsson
Einar Orri: Ég er 1.80, við skulum hafa það á hreinu
Einar Orri ræðir við Þorvald Örlygsson.
Einar Orri ræðir við Þorvald Örlygsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Orri Einarsson var mjög sáttur við lífið og tilveruna eftir 3-2 sigur á HK í dag, í hörku fótboltaleik.

HK-ingar komust tvisvar yfir í leiknum en alltaf kom Keflavík til baka. Einar Orri Einarsson skoraði sigurmarkið undir lokin en það var hans annað mark í leiknum. Hann var alltaf bjartsýnn á að ná að snúa leiknum sér í vil, þrátt fyrir að hafa lent undir.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  2 HK

„Mér fannst við allt í lagi á köflum í fyrri en þeir byrja á því að skora mark á okkur, við jöfnum og ætlum að stíga á bensíngjöfina en svo kemur mark aftur beint í andlitið en við töluðum um það í hálfleik, á okkar heimavelli, myndum við snúa þessu við."

Einar Orri skoraði, eins og áður segir, tvö mörk í leiknum en þau voru bæði með skalla. Fréttamaður Fótbolta.net skaut að Einar að hann væri 170 cm á hæð en Einar leiðrétti það.

„Ég er 1.80, við skulum hafa það á hreinu, en ég var að berjast fyrir öllum boltum þarna inni í teig og geri það alltaf. Nú datt það."

Hann sagði það algjörlega nauðsynlegt að hafa náð að landa þrem stigum í kvöld enda spennandi barátta framundan í toppbaráttu deildarinnar.

„Þetta verður hörkubarátta, það eru fjögur lið sem ætla að gera harða atlögu að þessu og svona leikur á heimavelli er must win," sagði Einar Orri.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner