Einar Orri Einarsson var mjög sáttur við lífið og tilveruna eftir 3-2 sigur á HK í dag, í hörku fótboltaleik.
HK-ingar komust tvisvar yfir í leiknum en alltaf kom Keflavík til baka. Einar Orri Einarsson skoraði sigurmarkið undir lokin en það var hans annað mark í leiknum. Hann var alltaf bjartsýnn á að ná að snúa leiknum sér í vil, þrátt fyrir að hafa lent undir.
HK-ingar komust tvisvar yfir í leiknum en alltaf kom Keflavík til baka. Einar Orri Einarsson skoraði sigurmarkið undir lokin en það var hans annað mark í leiknum. Hann var alltaf bjartsýnn á að ná að snúa leiknum sér í vil, þrátt fyrir að hafa lent undir.
Lestu um leikinn: Keflavík 3 - 2 HK
„Mér fannst við allt í lagi á köflum í fyrri en þeir byrja á því að skora mark á okkur, við jöfnum og ætlum að stíga á bensíngjöfina en svo kemur mark aftur beint í andlitið en við töluðum um það í hálfleik, á okkar heimavelli, myndum við snúa þessu við."
Einar Orri skoraði, eins og áður segir, tvö mörk í leiknum en þau voru bæði með skalla. Fréttamaður Fótbolta.net skaut að Einar að hann væri 170 cm á hæð en Einar leiðrétti það.
„Ég er 1.80, við skulum hafa það á hreinu, en ég var að berjast fyrir öllum boltum þarna inni í teig og geri það alltaf. Nú datt það."
Hann sagði það algjörlega nauðsynlegt að hafa náð að landa þrem stigum í kvöld enda spennandi barátta framundan í toppbaráttu deildarinnar.
„Þetta verður hörkubarátta, það eru fjögur lið sem ætla að gera harða atlögu að þessu og svona leikur á heimavelli er must win," sagði Einar Orri.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























