Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. júlí 2021 11:36
Elvar Geir Magnússon
„Algjört áfall fyrir leikmannahóp Everton"
Gylfi í leik með Everton.
Gylfi í leik með Everton.
Mynd: Getty Images
„Fréttirnar af handtöku hans eru algjört áfall í gegnum allt félagið. Liðsfélagar hans vissu ekkert," segir ónefndur heimildarmaður innan Everton við enska blaðið The Sun.

Everton tilkynnti á mánudag að leikmaður félagsins hefði verið handtekinn en af íslenskum fjölmiðlum var það mbl.is sem greindi fyrst frá því að umræddur leikmaður væri Gylfi Þór Sigurðsson.

Leikmaðurinn var handtekinn á föstudag, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi.

Gylfi hef­ur ekki verið nafn­greind­ur í bresk­um fjöl­miðlum af lagalegum ástæðum en fjölmiðlar í öðrum löndum hafa nafngreint hann.

Samkvæmt frétt The Sun þá harðneitar Gylfi þeim afar alvarlegu ásökunum sem að honum hefur verið beint.

„Rannsóknin er leidd af sérfræðingum sem fengu kvörtun fyrir nokkrum vikum. Þessar fréttir hafa gert alla hjá félaginu agndofa. Þeir eru staðráðnir í að sjá til þess að allt sé rannsakað á réttan hátt og enginn steinn sé látinn ósnertur," segir heimildarmaðurinn.

Sagt er að félagið hafi tilkynnt leikmönnum í gær hvað hafi gerst og þeir séu miður sín.

„Leikmennirnir eru í algjöru áfalli. Hinn handtekni er mjög vinsæll meðlimur í hópnum og enginn trúir því sem er að eiga sér stað. Leikmennirnir vona allir að þetta sé misskilningur eða mistök."
Athugasemdir
banner