Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
   sun 21. júlí 2024 21:52
Anton Freyr Jónsson
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Pálmi Rafn þjálfari KR
Pálmi Rafn þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Bara svekktur náttúrulega og bara grautfúll en það er erfitt að ná í stig þegar við hleypum inn fjórum alltof auðveldum mörkum" voru fyrstu viðbrögð Pálma Rafns Pálmasonar þjálfara KR eftir 4-2 tapið á Kópavogsvelli í kvöld þegar liðið heimsótti Breiðablik. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  2 KR

„Mér finnst við bara svona heilt yfir frekar ánægðir með okkur milli vítateiga, við þurfum að bæta okkur inn í vítateigunum og sérstaklega okkar eigin, það er svona þar sem vandamálið okkar liggur finnst mér"

„Væntanlega alltaf hægt að koma í veg fyrir einhver mörk og öll þessi fjögur mörk þá hefðum auðvitað getað komið í veg fyrir þau. Að einhverju leiti gera þeir vel og að einhverju leiti þá þurfum við að gera betur."

KR voru mjög þunnskipaðir í kvöld og gerði Pálmi ekki neina skiptu á sínu liði í leiknum í kvöld og Pálmi segist vera ánægður með þá leikmenn sem spiluðu í kvöld. 

„Menn sem spiluðu hérna í kvöld bara gáfu allt í þetta og tek það alls ekki að þeim, menn komu og gerðu allt sem þeir gátu og það er eina sem maður biður þá um og þá getur maður ekki verið fúll."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner