Heimild: 433.is
Valur hefur mikinn áhuga á að fá Valdimar Þór Ingimundarson til liðs við sig frá Víkingi. 433 segir frá því að Valur hafi boðið tvisvar í hann en fengið höfnun.
Þá er Valdimar sagður hafa áhuga á því að ganga til liðs við Val.
Þá er Valdimar sagður hafa áhuga á því að ganga til liðs við Val.
Valdimar er uppalinn í Fylki en hann hélt út í atvinnumennsku árið 2020. Þar spilaði með norsku liðinum Strömsgodset og Sogndal.
Hann samdi síðan við Víking fyrir tímabilið í fyrra. Hann lék 26 leiki með liðinu í fyrra í deild og bikar og skoraði tíu mörk. Hann hefur skorað tvö mörk í 13 leikjum í sumar. Þá hefur hann spilað 16 leiki í Evrópukeppnum með Víkingi og skorað fjögur mörk.
Hann er samningsbundinn til ársins 2027 og er algjör lykilmaður Víkings.
Valdimar lék allan leikinn þegar Víkingur tapaði gegn Val í Bestu deildinni í gær. Úrslitin þýða að Valur er komið á toppinn með 30 stig eftir 15 umferðir eins og Víkingur og Breiðablik. Næsti leikur Víkings verður gegn albanska liðinu Vllaznia í forkeppni Sambandsdeildarinnar á fimmtudag og Valur á leik gegn Kauno Zalgiris í sömu keppni.
Athugasemdir