Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   lau 21. september 2013 17:50
Björn Steinar Brynjólfsson
Óskar Péturs: Ætlum upp á réttum forsendum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Já þegar upp er staðið að þá er tímabilið vonbrigði, að hafa ekki náð að vinna deildina og komast upp í úrvalsdeild og mér skilst að úrslit dagins hafi ekki verið nóg fyrir okkur til að komast upp þannig að við þurfum að taka 1.deildina aftur að ári þannig að já klárlega vonbrigði," sagði Óskar Pétursson markvörður Grindavíkur sem missti af síðustu leikjum mótsins.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  1 KA

,,Við getum ekkert sagt út af þessum leik. Við töpuðum ekki þessari baráttu í þessum leik hér í dag. Við erum búnir að gera fullt af misstökum í allt sumar, sem er gott ef maður kemst upp með það en við gerðum of mörg á þessu tímabili og núna vona ég bara að við höldum áfram að byggja upp þennan fótbolta sem við höfum verið að reyna að búa til í þessu félagi.

Við sögðum það allan tímann að við ætlum ekkert að fara upp bara til þess að fara upp. Heldur fara upp á réttum forsendum og við erum greinilega ekki tilbúnir í það. Við þurfum bara annað ár í æfingu og komum vonandi sterkari til leiks á næsta ári og klárum þetta vonandi almennilega.

Það er ekkert hægt að setja út á markvörsluna í þessum síðustu fjórum leikjum sem ég missti af þannig að það er ekki hægt að kenna því um heldur."


Nánar er rætt við Óskar í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner