Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   lau 21. september 2019 16:52
Baldvin Már Borgarsson
Adda Baldurs: Gaman að vinna titla
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adda var eðlilega gríðarlega sátt með enn einn Íslandsmeistaratitilinn en hún hefur unnið þá nokkra, í þetta skiptið var hún að vinna hann í fyrsta sinn með Val eftir að hafa ekki unnið í tvö ár.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Keflavík

Fyrsta árið þitt hjá Val og fyrsti titillinn, eru titlarnir að elta þig?

„Já ég veit það ekki, mér finnst gaman að vinna titla og hef ekki unnið seinustu tvö ár, mig var farið að hungra í að vinna eitthvað og ég er mjög sátt með að hafa komið hingað.''

Var þetta aldrei stress?

„Nei í sannleika sagt þá var ég aldrei stressuð, ég er viss um að fólkið í stúkunni og þjálfararnir á hliðarlínunni voru stressaðari en við, mér fannst tilfinningin inná vellinum vera þannig að við værum alltaf að fara að sigla þessu þó svo að frammistaðan hafi ekki verið sú besta.''

Var það kannski reynslan sem skilaði þessu?

„Já Elliheimilið Grund eins og einhverjir vilja kalla okkur, við erum með nokkurhundruð landsleiki á bakinu svo við hljótum að geta klárað svona verkefni.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan, en þar ræðir Adda betur um leikinn, titlana og svo framhaldið en hún hefur verið orðuð við Þór/KA undanfarin ár þar sem Almarr Ormarsson, kærasti Öddu spilar fyrir norðan með KA.
Athugasemdir