Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
banner
   mán 21. september 2020 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli: Spiluðum ágætis fótbolta við erfiðar aðstæður
Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með sigurinn
Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ánægður með 3-0 sigur ÍA á Gróttu í kvöld en þetta var langþráður sigur liðsins sem hafði ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Grótta

Aðstæður á Akanesi voru afar erfiðar. Það var rok og rigning en Skagamenn náðu að vinna með aðstæðurnar og skila inn þremur mörkum.

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom ÍA yfir í leiknum á 26. mínútu áður en liðið bætti við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum en Jói Kalli var afar ánægður með að halda hreinu við þessar aðstæður.

„Gríðarlega sáttur með þessi þrjú stig og sigurinn í dag. Við erfiðar aðstæður spiluðum við ágætis fótbolta og sköpuðum slatta af færum og náðum að halda markinu hreinu," sagði Jói Kalli við Fótbolta.net.

„Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og hlutirnir ekki alveg verið að detta með okkur en við þurfum að sjá til þess að við komum inn í alla leiki þannig að við aukum líkurnar á að vinna fleiri fótboltaleiki og það er klárlega markmiðið. Þessi leikur var þannig verkefni líka og stjórna honum eins og við ætluðum að gera og skora mörk eins og við höfum verið að gera í allt sumar."

„Þetta voru þannig aðstæður að allt getur gerst í fótboltaleikjum og Gróttumenn hafa verið mjög öflugir í föstum leikatriðum. Ég var ánægður með hversu vel við vörðumst þeim og ég var sáttur við það en mér leið auðvitað betur þegar staðan var 2-0, en við fengum líka færi í fyrri hálfleik til að komast í 2-0, jafnvel 3-0, en við hefðum getað skorað fleiri mörk."

„Það er alveg rétt. Það eru erfiðar ákvarðanir sem þarf að taka þegar það þarf að fresta leikjum. Það munaði mest um hvað það var mikil rigning í gær en hvað það varðar voru aðstæðurnar betri í dag en í gær,"
sagði hann ennfremur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner