Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   mán 21. september 2020 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli: Spiluðum ágætis fótbolta við erfiðar aðstæður
Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með sigurinn
Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ánægður með 3-0 sigur ÍA á Gróttu í kvöld en þetta var langþráður sigur liðsins sem hafði ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Grótta

Aðstæður á Akanesi voru afar erfiðar. Það var rok og rigning en Skagamenn náðu að vinna með aðstæðurnar og skila inn þremur mörkum.

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom ÍA yfir í leiknum á 26. mínútu áður en liðið bætti við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum en Jói Kalli var afar ánægður með að halda hreinu við þessar aðstæður.

„Gríðarlega sáttur með þessi þrjú stig og sigurinn í dag. Við erfiðar aðstæður spiluðum við ágætis fótbolta og sköpuðum slatta af færum og náðum að halda markinu hreinu," sagði Jói Kalli við Fótbolta.net.

„Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og hlutirnir ekki alveg verið að detta með okkur en við þurfum að sjá til þess að við komum inn í alla leiki þannig að við aukum líkurnar á að vinna fleiri fótboltaleiki og það er klárlega markmiðið. Þessi leikur var þannig verkefni líka og stjórna honum eins og við ætluðum að gera og skora mörk eins og við höfum verið að gera í allt sumar."

„Þetta voru þannig aðstæður að allt getur gerst í fótboltaleikjum og Gróttumenn hafa verið mjög öflugir í föstum leikatriðum. Ég var ánægður með hversu vel við vörðumst þeim og ég var sáttur við það en mér leið auðvitað betur þegar staðan var 2-0, en við fengum líka færi í fyrri hálfleik til að komast í 2-0, jafnvel 3-0, en við hefðum getað skorað fleiri mörk."

„Það er alveg rétt. Það eru erfiðar ákvarðanir sem þarf að taka þegar það þarf að fresta leikjum. Það munaði mest um hvað það var mikil rigning í gær en hvað það varðar voru aðstæðurnar betri í dag en í gær,"
sagði hann ennfremur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner