Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og Írksir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
   mán 21. september 2020 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli: Spiluðum ágætis fótbolta við erfiðar aðstæður
Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með sigurinn
Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ánægður með 3-0 sigur ÍA á Gróttu í kvöld en þetta var langþráður sigur liðsins sem hafði ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Grótta

Aðstæður á Akanesi voru afar erfiðar. Það var rok og rigning en Skagamenn náðu að vinna með aðstæðurnar og skila inn þremur mörkum.

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom ÍA yfir í leiknum á 26. mínútu áður en liðið bætti við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum en Jói Kalli var afar ánægður með að halda hreinu við þessar aðstæður.

„Gríðarlega sáttur með þessi þrjú stig og sigurinn í dag. Við erfiðar aðstæður spiluðum við ágætis fótbolta og sköpuðum slatta af færum og náðum að halda markinu hreinu," sagði Jói Kalli við Fótbolta.net.

„Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og hlutirnir ekki alveg verið að detta með okkur en við þurfum að sjá til þess að við komum inn í alla leiki þannig að við aukum líkurnar á að vinna fleiri fótboltaleiki og það er klárlega markmiðið. Þessi leikur var þannig verkefni líka og stjórna honum eins og við ætluðum að gera og skora mörk eins og við höfum verið að gera í allt sumar."

„Þetta voru þannig aðstæður að allt getur gerst í fótboltaleikjum og Gróttumenn hafa verið mjög öflugir í föstum leikatriðum. Ég var ánægður með hversu vel við vörðumst þeim og ég var sáttur við það en mér leið auðvitað betur þegar staðan var 2-0, en við fengum líka færi í fyrri hálfleik til að komast í 2-0, jafnvel 3-0, en við hefðum getað skorað fleiri mörk."

„Það er alveg rétt. Það eru erfiðar ákvarðanir sem þarf að taka þegar það þarf að fresta leikjum. Það munaði mest um hvað það var mikil rigning í gær en hvað það varðar voru aðstæðurnar betri í dag en í gær,"
sagði hann ennfremur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner