Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 13:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arteta búinn að taka ákvörðun?
Raya
Raya
Mynd: EPA
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, virðist vera búinn að ákveða að David Raya sé hans aðalmarkvörður. Hann sé búinn að hirða stöðuna af Aaron Ramsdale sem varið hefur mark Arsenal undanfarin tvö tímabil.

Raya kom nokkuð óvænt inn í lið Arsenal gegn Everton um liðna helgi og var svo aftur í markinu gegn PSV í gær. Sá spænski hefur haldið hreinu í báðum leikjunum. Hann kom á láni frá Brentford í glugganum en Arsenal getur keypt hann á meðan láninu stendur.

John Cross á Mirror fjallar um markvarðamálin hjá Arsenal. Aaron Ramsdale þótti góður á síðasta tímabili með Arsenal. Af hverju er Raya orðinn aðalmarkvörður?

Raya segir í viðtali að þetta sé í fyrsta skiptið fyrir nokkurt félag að vera með tvo topp markverði í sama liði. Hann segir að samband sitt við Ramsdale sé gott. „Ég held þetta sé í fyrsta skiptið sem það gerist, þetta er hluti af fótboltanum og stjórinn vill tvo toppleikmenn í sömu stöðu. Ég hef spilað síðustu tvo leiki og núna sjáum við hvað gerist á sunnudag. Stjórinn tekur ákvörðun. Þegar Aaron kemur inn þá mun hann þurfa að berjast fyrir sæti í liðinu og vinna leiki. Aaron hefur verið frábæ, hann er góður liðsfélagi, leiðtogi líka. Hann er flottur gæi og frábær markvörður, við erum liðsfélagar og það er aðalatriðið."

Cross er á því að það hafi verið yfirlýsing frá Arteta að spila Raya bæði í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni og nú sé Raya líklegri til þess að byrja í stórleiknum gegn Tottenham á sunnudag. Hann segir að Arteta líti á Raya sem uppfærslu á Ramsdale og að stjórinn hafi rýnt vel í öll gögn þegar hann tók þá ákvörðun.

Raya er betri sendingarmaður og hann gerir færri mistök sem verða að mörkum. Arteta hefur út á við verið fastur á því að hann muni nota báða markverðina. Cross er á því að Ramsdale hljóti að vera stressaður um sæti sitt í enska landsliðshópnum fyrir EM næsta sumar.

Ramsdale var valinn í lið ársins af leikmönnum á síðasta tímabili og byrjaði síðasta leik með enska landsliðinu.
Enski boltinn - Farið að hitna undir Ten Hag?
Athugasemdir
banner
banner