Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bergrós farin til Azurro á Ítalíu
Kvenaboltinn
Bergrós hér í leik með Selfossi.
Bergrós hér í leik með Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bergrós Ásgeirsdóttir, sem hefur leikið með Selfossi undanfarin ár, er er farin til ACF Azurro á Ítalíu.

Þetta kom fyrir í síðasta þætti af Heimavellinum en hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Bergrós, sem er fædd árið 1997, er fjölhæfur leikmaður sem spilar mest sem hægri bakvörður en getur einnig leikið vinstra megin sem og framar á vellinum.

HúN er uppalin á Selfossi en hún lék sína fyrstu leiki í meistaraflokki fyrir átta árum síðan.

Í sumar spilaði hún 16 deildarleiki er Selfoss féll úr Bestu deild kvenna en hún skoraði eitt mark í þessum leikjum.

Hægt er að hlusta á Heimavöllinn í heild sinni í spilaranum hérna fyrir neðan.
Heimavöllurinn: Takk Sif, Blikar snúa aftur og erfitt í eyjum
Athugasemdir
banner
banner