Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 19:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Breiðablik að skrifa söguna - „Augnablikið sem við erum búin að bíða eftir"

Það er stór stund í íslenskum fótbolta í kvöld en Breiðablik er að hefja leik í Sambandsdeildinni þar sem liðið er að spila á móti Maccabi Tel Aviv í Ísrael.


Maccabi Tel Aviv er stórlið í Ísrael en liðið hefur orðið fimm sinnum meistari þar í landi á síðustu 10 árum og aldrei verið neðar en þriðja sæti.

Liðið var í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar árið 2021 og leikið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Robbie Keane er stjóri liðsins og Rory Delap aðstoðarmaður hans.

Ríkharð Óskar Guðnason var með Albert Brynjar Ingason og Baldur Sigurðsson í settinu hjá sér fyrir leikinn. Baldur hefur beðið eftir þessu lengi.

„Þetta er augnablikið sem sem við eru búin að bíða eftir í 30-50 ár. Allan minn feril var maður alltaf að gæla við þetta. Að komast í riðlakeppni, svo kemur þessi Sambandsdeild og nú er komið að þessu," sagði Baldur Sigurðsson.


Athugasemdir
banner
banner