Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 15:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Liverpool í Austurríki: Klopp gerir ellefu breytingar
Liverpool hefur sína vegferð í Evrópudeildinni í dag er þeir heimsækja LASK frá Linz í Austurríki.

Búið er að opinbera byrjunarlið Liverpool fyrir leikinn og má sjá það hér fyrir neðan.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerir ellefu breytingar á byrjunarliði sínu frá leiknum gegn Úlfunum um liðna helgi.

Stefan Bajcetic spilar sinn fyrsta leik á tímabilinu en hann virðist byrja í hægri bakverði sem er athyglisvert. Hann er miðjumaður að upplagi en mun líklega koma mikið inn á miðsvæðið í leiknum.

Ryan Gravenberch kom inn á í lokin gegn Úlfunum en hann byrjar í fyrsta sinn fyrir Liverpool í dag.

Flautað verður til leiks klukkan 16:45.

Byrjunarlið Liverpool: Kelleher, Bajcetic, van Dijk, Konate, Tsimikas, Elliott, Gravenberch, Endo, Doak, Nunez, Diaz.
(Varamenn: Alisson, Gomez, Szoboszlai, Mac Allister, Salah, Jones, Gakpo, Jota, Robertson, Matip, Jaros, Quansah)
Athugasemdir
banner
banner