Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eins og Rashford hafi verið að spila með ísskáp á bakinu
Stuart Pearce, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, hafði alls ekki gaman að því að horfa á Marcus Rashford spila með Manchester United gegn Bayern München í gær.

Pearce var að tala um leikinn á Talksport en hann beindi sjónum sínum að Rashford.

„Þessi úrslit gefa ekki rétta mynd af leiknum, þau líta eiginlega vel út fyrir Man Utd," sagði Pearce. „Þeir hættu að reyna í einhverjar 15 mínútur."

„Það er eins og Rashford sé með ísskáp á bakinu þegar hann er að hlaupa til baka."

Leikurinn endaði 4-3 fyrir Bayern en Pearce fannst eins og leikurinn hefði getað endað með stærri sigri Bayern.
Athugasemdir
banner