Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 21. september 2023 19:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hálfleikur: Klæmint skoraði fyrsta Evrópumarkið í sögu íslensks karlaliðs
Klæmint Olsen
Klæmint Olsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er kominn hálfleikur í Ísrael þar sem Breiðablik er tveimur mörkum undir gegn Maccabi Tel Aviv.


Lestu um leikinn: Maccabi Tel Aviv 3 -  2 Breiðablik

Blikar byrjuðu leikinn vel en bakvörðurinn Yvann Macon kom ísraelska liðinu yfir með stórkostlegu marki, Anton Ari í marki Blika átti ekki möguleika.

Markahrókurinn Eran Zahavi bætti öðru markinu við en hann var með Damir í bakinu en gerði hrikalega vel með því að ná skotinu.

Eftir hálftíma leik var staðan orðin 3-0 en það var vandræðagangur í vörn Blika og boltinn barst til Dan Biton sem skoraði framhjá Antoni Ara.

Leikmenn Breiðabliks gáfust hins vegar ekki upp og undir lok fyrri hálfleiks skoraði Klæmint Olsen fyrsta mark Breiðabliks í keppninni.

„Alexander Helgi kemur boltanum upp hægra megin á Jason Daða sem tekur lága fyrirgjöf inn í teiginn, þar er færeyski sóknarmaðurinn Klæmint Olsen mættur og klárar í fyrsta. Vel útfært," skrifaði Elvar Geir Magnússon í textalýsinguna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner