KR kom í veg fyrir að Víkingur gæti fagnað Íslandsmeistaratitlinum í gær með því að koma til baka úr 2-0 stöðu og ná jafntefli í Víkinni.
Víkingur þurfti að vinna til að innsigla titilinn. Staðan er þannig að það er allt nema tölfræðilega öruggt að Víkingur verði meistari. Liðið er með tólf stigum meira en Valur þegar fjórar umferðir eru eftir.
Víkingur þurfti að vinna til að innsigla titilinn. Staðan er þannig að það er allt nema tölfræðilega öruggt að Víkingur verði meistari. Liðið er með tólf stigum meira en Valur þegar fjórar umferðir eru eftir.
Næsti leikur KR er á sunnudag og er hann einmitt gegn Val. KR getur því áfram haft áhrif á það hvenær Víkingur fagnar Íslandsmeistaratitlinum því Víkingar spila ekki næst fyrr en á mánudaginn þegar þeir heimsækja Breiðablik.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var spurður út í leikinn gegn Val í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær. KR er í baráttu um Evrópusæti og þarf á öllum stigunum að halda gegn Val.
„Þið frestuðuð partýinu um stund, en getið bætt upp fyrir það strax í næsta leik. Sérðu fram á að gefa Víkingum Íslandsmeistarapartý?" spurði Stefán Marteinn Ólafsson.
„Víkingar verða alltaf Íslandsmeistarar, það er 99,9% öruggt. Við erum bara að hugsa um sjálfa okkur, förum í leik á móti Val sem við ætlum að reyna vinna fyrir okkur, til að við, KR, geti tekið þrjú stig. Ef Víkingar geta fagnað þann dag, þá mega þeir skemmta sér bara vel," sagði Rúnar.
KR hefur tapað tvisvar sinnum illa fyrir Val í sumar. Er Rúnar búnn að kortleggja hvar möguleikar KR liggja?
„Við vitum hvernig Valur spilar, þekkjum þá nokkuð vel. Við þurfum að leggjast yfir það núna, erum búnir að vera fókusa á Víkinga undanfarna daga. Núna leggjumst við yfir Val og þurfum að sjá hvernig við getum bætt okkar leik gegn þeim. Við höfum tapað mjög illa tvisvar fyrir þeim í sumar og við þurfum virkilega að finna lausnir á því sem lið, og við sem þjálfarar, hvaða taktík hentar best. Valur er með hörkulið, marga góða fótboltamenn og eru nánast búnir að tryggja sér 2. sætið í deildinni," sagði Rúnar.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir