Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 13:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liðböndin í lagi og Kjartan óbrotinn - Endurheimt hefst á mánudag
Kjartan Kári
Kjartan Kári
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kjartan Kári Halldórsson fékk þungt högg í leik FH og Breiðabliks um síðustu helgi. Stöðva þurfti leikinn og var Kjartan fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús.

Kjartan fór í sneiðmyndatöku á sunnudag og í kjölfarið var ljóst að hann væri óbrotinn. Hann fór í kjölfarið í segulómskoðun og hefur fengið niðurstöðu úr henni.

„Ég er ennþá slappur, með hausverk og svona en góðu fréttirnar eru þær að það er ekkert að liðböndunum og ekkert brot," sagði Kjartan.

„Þetta er bara slæm tognun í bland við slæman heilahristing," sagði kantmaðurinn.

Kjartan er á sterkum verkjalyfjum og með hálskraga til að styðja við hálsinn. „Ég má byrja í endurheimt á mánudaginn, þá má ég taka hálskragann af og byrja að hreyfa hálsinn og svona. Það verða einhverjar vikur í að ég megi fara aftur á fullt," sagði Kjartan.

Mættur í stúkuna í gær
Hann var mættur í stúkuna á leik Víkings og KR í gær. „Mættur til að styðja litla frænda eins og alltaf," sagði Kjartan.

Frændi hans er Benoný Breki Andrésson sem skoraði fyrra mark KR í jafnteflinu í gær.
Athugasemdir
banner
banner