Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 11:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Hrafn: Sýnir öðrum íslenskum liðum að þetta er mögulegt
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta sýnir öðrum íslenskum liðum að þetta er mögulegt," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, fyrir leik kvöldsins. Blikar munu skrifa söguna í kvöld er liðið mætir Maccabi Tel Aviv í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Lestu um leikinn: Maccabi Tel Aviv 3 -  2 Breiðablik

„Þetta verður vonandi til þess að önnur lið sem vinna deildina verði enn hungraðari að standa sig vel. Þetta sýnir íslenskum leikmönnum að þú þarft ekki að fara erlendis til að spila í riðlakeppni í Evrópu, sem er frábært."

Bjóst ég við því að Breiðablik myndi komast í riðlakeppni?
Andri Rafn Yeoman hefur spilað allan sinn feril með Breiðabliki en hann bjóst ekki við því að það yrði einhvern tímann mögulegt að komast á þetta stig.

„Andrúmsloftið í hópnum er mjög gott," segir Andri Rafn og bætir við: „Við verjum miklum tíma saman, oft meira en með fjölskyldu okkar. Það er alltaf gaman að vera með hópnum í góðu umhverfi."

„Bjóst ég einhvern tímann við því að Breiðablik myndi komast í riðlakeppni? Nei, ég trúði því ekki og það er ekki eitthvað sem ég hugsaði mikið um heldur. Við fórum að hugsa um þetta fyrir nokkrum árum þegar keppnin breyttist. Ég er gríðarlega spenntur að fá sex stóra leiki á stóru sviði í Evrópu á móti frábærum liðum," segir Andri en hann vonast til að vinna einhverja leiki.

Sjá einnig:
Andri Yeoman í rússíbana: Eitthvað sem enginn klúbbur á Íslandi hefur gert
Athugasemdir
banner
banner
banner