Knattspyrnustjórinn Ange Postecoglou hefur komið með býsna ferska vinda inn í herbúðir Tottenham.
Hann hefur byrjað vel innan vallar, en hann er klárlega líka að heilla fólk utan vallar.
Postecoglou sat fyrir svörum á fundi með stuðningsmönnum Tottenham í gær og fór þar um víðan völl.
Undir lokin ætlaði einstaklingurinn sem stýrði umræðunum að loka fyrir spurningar. Postecoglou tók það ekki í mál þar sem hann sá að einn stuðningsmaður vildi ólmur kasta fram spurningu.
Owen, stuðningsmaður Spurs með Downs heilkenni, spurði Postecoglou svo að því hvernig hann ætlaði að fara að því að vinna erkifjendurna í Arsenal.
Postecoglou svaraði auðvitað spurningunni og svo fékk Owen myndir af sér með stjóranum vinsæla. Hann fékk einnig mynd með Son Heung-min, fyrirliða Spurs.
One of the most heartwarming videos you will see today ????
— KEEPUP (@keepupau) September 21, 2023
Ange Postecoglou went out of his way at a @SpursOfficial fan Q&A session to make sure a young fan got to ask his question.
An incredible manager, but an even better person. pic.twitter.com/NrYCRiXMtD
At the Fan Forum, SpursAbility member Owen was very happy to ask @SpursOfficial manager Ange Postecoglu how much Spurs will win the league by. pic.twitter.com/j2Wo2hRYYi
— SpursAbility (@spursdsa) September 20, 2023
Athugasemdir