Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 21:21
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sambandsdeildin: Jafnt í riðli Breiðabliks - Klaksvík tapaði

Breiðablik tapaði sínum fyrsta leik í Sambandsdeildinni eftir hetjulega frammistöðu gegn Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í kvöld.


Liðið leikur í B riðli en Zorya frá Úkraínu fékk Gent frá Belgíu í heimsókn í hinum leik riðilsins.

Staðan var markalaus í hálfleik en Gent komst yfir eftir rúmlega klukkutíma leik. Aðeins þrjár mínútur liðu þangað til Zorya jafnaði metin og það urðu ekki fleiri mörk skoruð.

KÍ Klaksvík er fyrsta liðið frá Færeyjum til að komast í riðlakeppni en liðið hóf keppnina með tapi gegn Slovan Bratislava á útivelli. Færeyingarnir komust yfir strax í upphafi síðari hálfleiks en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum.

Club Brugge sem sló KA úr leik gerði jafntefli gegn Besiktas.

Slovan 2 - 1 KI Klaksvik
0-1 Deni Pavlovic ('48 )
1-1 Vladimir Weiss ('54 )
2-1 Aleksandar Cavric ('74 )

Zorya 1 - 1 Gent
0-1 Hugo Cuypers ('67 )
1-1 Eduardo Guerrero ('70 )

Dinamo Zagreb 5 - 1 Astana
1-0 Bruno Petkovic ('43 , víti)
2-0 Bruno Petkovic ('53 , víti)
3-0 Marko Bulat ('58 )
3-1 Kamo Hovhannisyan ('78 )
4-1 Antonio Marin ('85 )
5-1 Tibor Halilovic ('90 )

Plzen 1 - 0 Ballkani
1-0 Lukas Kalvach ('73 )

Club Brugge 1 - 1 Besiktas
1-0 Hans Vanaken ('77 )
1-1 Cenk Tosun ('88 )

Lugano 0 - 0 Bodo-Glimt


Athugasemdir
banner
banner