Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 21. september 2023 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Síðasti leikur Kodro var gegn Íslandi (Staðfest)
Icelandair
Bosníska fótboltasambandið hefur gefið út tilkynningu þess efnis að búið sé að reka Meho Kodro úr starfi landsliðsþjálfara.

Hans síðasti leikur var 1-0 tap gegn Íslandi á Laugardalsvelli þar sem Alfreð Finnbogason gerði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann hafði verið 30 daga í starfinu þegar kom að leiknum gegn Íslandi.

Kodro stýrði Bosníu aðeins í tveimur leikjum, í naumum sigri gegn Liechtenstein og í tapi gegn Íslandi.

Þetta eru önnur þjálfaraskipti Bosníu síðan undankeppnin hófst. Faruk Hadzibegic, sem var við stjórnvölinn þegar Bosnía vann Ísland 3-0, var rekinn úr starfi í júní.

Það gustar mikið um fótboltasamband Bosníu og Hersegóvínu og það ekki í fyrsta sinn. Margir vilja meina að vandamálið sé í rótunum og sé stjórn sambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner