Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 21. nóvember 2021 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikur stöðvaður eftir að vatnsflösku var kastað í Payet
Dimitri Payet, leikmaður Marseille.
Dimitri Payet, leikmaður Marseille.
Mynd: Getty Images
Það þurfti að stoppa leik Lyon og Marseille sem er þessa stundina í gangi í frönsku úrvalsdeildinni.

Stoppa þurfti leikinn eftir aðeins fjórar mínútur vegna hegðunar stuðningsmanna. Vatnsflösku var kastað í höfuð Dimitri Payet þegar hann var að gera sig tilbúinn í að taka hornspyrnu.

Dómarinn stoppaði leikinn um leið og það gerðist, og sendi liðin tvö inn í búningsklefa.

Þetta er ekki í fyrsta sinn þar sem stuðningsfólk lætur illa í Frakklandi á þessu tímabili. Það þurfti meðal annars að stöðva leik Marseille og Nice fyrr á þessu tímabili.

Leikurinn er ekki enn kominn af stað aftur og ekki er vitað nákvæmlega hvenær það mun gerast. Eins og staðan er núna, þá eru leikmenn Marseille ekki komnir aftur út á völl og spurning hvort þeir vilji gera það. Leikmenn Lyon eru komnir út á völl. Leikurinn er búinn að tefjast meira en klukkutíma.

Athugasemdir
banner
banner