Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. janúar 2020 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrsti sigur Burnley á Old Trafford síðan 1962 - „Þetta er klikkað"
Mynd: Getty Images
Í kvöld sigraði Burnley á Old Trafford gegn Manchester United. Leikurinn endaði 0-2 fyrir gestina og var þetta fyrsti sigur Burnley á Old Trafford síðan 1962.

Chris Wood skoraði fyrra mark Burnley og Jay Rodriguez bætti því seinna við snemma í seinni hálfleik.

Rodriguez var í viðtali eftir leikinn: „Þetta er frábært. Það er alltaf gott að koma hingað og spila á einum af bestu völlum heims. Ég hef komið hingað stundum sem áhorfandi," sagði Rodriguez við BBC Match of the Day.

„Þetta er klikkað. Þetta er frábær tilfinning. Strákarnir komu inn í klefann í frábærum gír," sagði Rodriguez um sigurinn.

„Við komum í veg fyrir að þeir náðu að spila sinn leik og við sýndum gæði okkar og særðum þá. Það var gott að komast í tveggja marka forystu," sagði Rodriguez að lokum.
Athugasemdir
banner
banner