„Það verður að koma önnur höll í Reykjavík, þetta gengur ekki upp eins og þetta er," segir Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins og fyrrum þjálfari Leiknis, um aðstæður til fótboltaiðkunar í höfuðborginni.
Aðeins ein höll er í Reykjavík en myndband sem birt var í síðustu viku hefur vakið mikla athygli. Þar léku Fram og Fjölnir í 3. flokki leik úti í snjóbyl.
Aðeins ein höll er í Reykjavík en myndband sem birt var í síðustu viku hefur vakið mikla athygli. Þar léku Fram og Fjölnir í 3. flokki leik úti í snjóbyl.
Lárus Grétarsson, þjálfari yngri flokka Fram, kom í viðtal í fréttum RÚV þar sem hann sagði að aðstæður í borginni væru ekki boðlegar.
„Ég get klárlega tekið undir með honum," segir Freyr. „Ég ræddi þetta mál við kollega mína þegar við vorum að skoða aðstæður úti í Belgíu. Erum við kannski að staðna með þessa hluti?"
„Við sem höfum verið að standa úti á velli undanfarin ár áttum okkur á því að aðstaðan í Reykjavík sérstaklega er búin að vera skelfileg. Við þurfum að finna lausn á því hvar hægt sé að finna stað fyrir höll."
„Ég hef þjálfað yngri flokka hjá Leikni og Val, bæði stelpur og stráka, og aldrei nokkurn tímann fengið að fara inn með flokk. Ég hef aldrei á ævinni þjálfað yngri flokk á Íslandi inni," segir Freyr sem telur að eitthvað þurfi að gerast svo við náum að viðhalda góðum árangri í íþróttinni.
„Við þjálfararnir í dag erum hræddir við að við gætum tekið skref afturábak. Við gerum okkur grein fyrir því sem er að gerast í samfélaginu og að við þurfum að byggja nýjan spítala og því er maður líka að horfa í samnýtingu. Hvar er best að byggja nýja höll. Ef nýr aðalleikvangur verður gerður í Laugardal, er mögulegt að koma höll í kring þar?"
Freyr ræddi um þessa hluti í mjög áhugaverðu spjalli í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 á laugardag en viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Sjá einnig:
Hlustaðu á útvarpsþáttinn í heild sinni
Athugasemdir