Frenkie de Jong miðjumaður Barcelona fékk nóg á fréttamannafundi á dögunum þegar hann var spurður út í framtíð sína hjá félaginu.
Spænskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að orða hann burtu frá félaginu og segja að Barcelona vilji losna við hann þar sem hann er launahæsti leikmaður félagsins.
Deco, yfirmaður fótboltamála hjá félaginu, kom leikmanninum til varnar og segir að hann sé ekki á förum.
„De Jong er mennskur. Fólk hefur sagt ósatt og hann var ósáttur. Það sem er mikilvægt er að hann er ánægður hjá félaginu. Við erum líka ánægðir því hann er mjög mikilvægur," sagði Deco.
Athugasemdir