Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mið 22. mars 2023 22:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ferguson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í sigri á Lettlandi
Mynd: Getty Images

Ireland 3 - 2 Latvia
1-0 Callum ODowda ('6 )
2-0 Evan Ferguson ('17 )
2-1 Roberts Uldrikis ('33 )
2-2 Artur Zjuzins ('45 )
3-2 Chiedozie Ogbene ('65 )


Hinn 18 ára gamli Evan Ferguson framherji Brighton hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með enska félaginu á þesssari leiktíð en hann hefur komið við sögu í 20 leikjum og skorað sjö mörk.

Hann var valinn í írska landsliðið á dögunum og lék sinn þriðja landsleik í kvöld þegar liðið mætti Lettlandi í æfingaleik. Ferguson var að byrja sinn fyrsta landsleik í kvöld.

Írland komst yfir snemma leiks og Ferguson tvöfaldaði forystuna stuttu síðar en þetta var hans fyrsta mark fyrir þjóð sína. Lettland jafnaði metin fyrir lok fyrri hálfleiks en Írar náðu inn sigurmarki í síðari hálfleik og 3-2 sigur staðreynd.

Írland mætir til leiks í undankeppni EM 2024 á mánudaginn þegar liðið fær Frakkland í heimsókn. Lettland mætir Wales á mánudaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner