Liverpool vill Summerville - Newcastle reynir við landsliðsmenn - McKenna, Maresca og Frank á blaði Chelsea
   mið 22. mars 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gjörsamlega óþolandi fyrir þjálfarann að fá þessar fréttir"
Úlfur Ágúst í leik með FH í vetur.
Úlfur Ágúst í leik með FH í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breytist sýn Heimis á byrjunarliðið eftir þessi tíðindi?
Breytist sýn Heimis á byrjunarliðið eftir þessi tíðindi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Ágúst Björnsson er á leið í Duke háskólann í Bandaríkjunum í ágúst og mun því missa af rúmlega síðasta þriðjungi Íslandsmótsins. Úlfur er spennandi sóknarmaður sem miklar væntingar eru bundnar við og var hann valinn í U21 landsliðið fyrir komandi leik gegn Írlandi.

Heimir hefur sjálfur tjáð sig um Úlf og hans áform og sagði að það eina sem hann gæti sett út á væri tímapunkturinn.

„Mitt mat er að hann hefði átt að láta reyna á þetta í sumar og sjá hvað kemur út úr þessu, og taka svo kannski slaginn að fara út í skóla á næsta ári," sagði Heimir í útvarpsþættinum Fótbolti.net í upphafi mánaðar.

Rætt var um Úlf í næsta þætti eftir heimsókn Heimis. Þá var Ingólfur Sigurðsson gestur þeirra Elvars Geirs og Tómasar.

„Heimir vildi ekki vera að búa til of miklar fyrirsagnir um þetta. En þetta hlýtur að vera mjög óþægilegt. Ætlar Heimir að vera með Úlf sem byrjunarliðsmann á tímabilinu, spila upp á hann og svo kemur að mikilvægasta punkti tímabilsins og þá er Úlfur farinn út," velti Elvar fyrir sér.

„Ætlaru þá að koma með Kjartan Henry Finnbogason sem er eldri leikmaður og ég myndi halda að þyrfti aðeins meiri takt í sitt tímabil, spila svolítið reglulega. Ég held það sé erfiðara að koma með Kjartan Henry inn í ágúst og segja: „Hey 'performaðu'", sagði Tómas.

„Ég held að það sé gjörsamlega óþolandi fyrir þjálfarann að fá þessar fréttir að Úlfur ætli sér að fara í ágúst. Ég elska Brynjar Ben (framkvæmdastjóra og eiganda Soccer & Education USA sem aðstoðar Úlf við að fara út) og hann er að gera geggjaða hluti. En ég held að hann sem gríðarlegur FH-ingur sé ekki að gera liðinu sínu greiða með þessu. Ég held að þetta sé pirrandi. Að sama skapi er Kjartan Henry í hefndarhug, held hann sé mjög áfjáður í að standa sig vel. Þegar menn eru þannig gíraðir... hann fer yfir tíu mörk, það er klárt," sagði Ingólfur.

„Ég myndi halda að Kjartan Henry sé orðinn byrjunarliðsmaður út af þessum fréttum," sagði Elvar.

„Ég held að það sé miklu auðveldara fyrir Úlf að koma inn og valda usla heldur en Kjartan Henry," sagði Tómas.

„Það er erfitt eftir að þú tilkynnir þjálfaranum að þú ætlir út í skóla að gera kröfu á byrjunarliðssæti. Þetta er athyglisvert, vægast sagt," sagði Ingólfur.

Hér að neðan má hlusta á þáttinn þar sem tekin var yfirferð yfir öll liðin í Bestu deildinni.
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra og vangaveltur um landsliðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner