Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. mars 2023 17:35
Elvar Geir Magnússon
Sarajevo
Landsliðið mætt til Bosníu eftir töf á flugi
Icelandair
Landsliðið fer um borð í München.
Landsliðið fer um borð í München.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðið er mætt til Bosníu og Hersegóvínu en fréttamannafundur er áætlaður núna klukkan 18 að íslenskum tíma, á keppnisvellinum í Zenica.


Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari verður á fundinum og einnig fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, þó hann verði í leikbanni í leiknum annað kvöld.

Íslenska liðið skilaði sér seinna til Bosníu en áætlað var. Klukkutíma seinkun varð á því að vélin fór í loftið þar sem öryggisskoðun í München tók sinn tíma.

Flugferðin sjálf gekk afskaplega vel og tók um klukkustund. Ferðast var með leiguflugi og nóg pláss um borð.

Liðið mun dvelja í höfuðborginni Sarajevo en ekki í Zenica þar sem leikurinn fer fram. Eins og fram hefur komið ákvað þjálfarateymið að nýta sér það ekki að æfa á keppnisvellinum daginn fyrir leik eins og liðið hefur rétt á að gera.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner