Rodrygo orðaður við Liverpool - Mörg félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro - Dortmund hefur áhuga á Greenwood
   mán 22. apríl 2024 19:52
Elvar Geir Magnússon
Besta deild kvenna: Víkingur sigraði Stjörnuna - Allt eftir bókinni í Kópavogi
Úr Stjörnunnar og Víkings. Fleiri myndir má sjá neðst í fréttinni.
Úr Stjörnunnar og Víkings. Fleiri myndir má sjá neðst í fréttinni.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson
Víkingur og Breiðablik fögnuðu sigri í fyrstu umferð Bestu deildar kvenna en tveimur leikjum var að ljúka rétt í þessu.

Nýliðarnir og bikarmeistarnir í Víkingi komust yfir gegn Stjörnunni í Garðabæ þegar Sigdís Eva Bárðardóttir skoraði eftir sjö mínútna leik. Henríetta Ágústsdóttir jafnaði á 20. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik.

En Víkingur endurheimti forystu sína eftir nokkrar mínútur í seinni hálfleik þegar Hafdís Bára Höskuldsdóttir fór framhjá tveimur varnarmönnum og kláraði með glæsibrag.

Afskaplega öflugur 2-1 útisigur Víkings, sem spáð var sjöunda sæti á meðan Stjörnunni var spáð fimmta.

Á sama tíma tók Breiðablik á móti Keflavík og vann þar öruggan sigur 3-0. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir skoraði tvívegis áður en Agla María Albertsdóttir skoraði þriðja mark Blikakvenna.

Breiðabliki var spáð öðru sæti en Keflavík því neðsta svo úrslitin voru alveg eftir bókinni á Kópavogsvelli.

Stjarnan 1 - 2 Víkingur R.
0-1 Sigdís Eva Bárðardóttir ('7 )
1-1 Henríetta Ágústsdóttir ('20 )
1-2 Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('50 )
Lestu um leikinn

Breiðablik 3 - 0 Keflavík
1-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('20 )
2-0 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('49 )
3-0 Agla María Albertsdóttir ('70 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner