Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   sun 22. maí 2022 18:09
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Stoðsendingaþrenna Leao tryggði titilinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA

AC Milan er búið að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn. Liðið vann á erfiðum útivelli gegn Sassuolo í dag þar sem Rafael Leao fór á kostum.


Leao hefur verið meðal bestu leikmanna Milan á tímabilinu og vann lokaleikinn nánast upp á eigin spýtur. Í fyrsta markinu stal hann boltanum hátt uppi á vellinum áður en hann stakk varnarmann af og lagði upp fyrir Olivier Giroud.

Annað markið kom korteri síðar og aftur lagði Leao upp fyrir Giroud sem gat lítið annað gert en að skora úr dauðafæri. Franck Kessie innsiglaði svo sigurinn á 36. mínútu og aftur var það Leao sem bjó markið til. Kessie kveður Milan með þessu marki en hann fer frítt til Barcelona í sumar.

Niðurstaðan varð 0-3 sigur gegn Sassuolo og fyrsti Ítalíumeistaratitill Milan síðan 2011 kominn í hús.

Sassuolo 0 - 3 AC Milan
0-1 Olivier Giroud ('17)
0-2 Olivier Giroud ('32)
0-3 Franck Kessie ('36)

Nágrannarnir og erkifjendurnir í Inter önduðu ofan í hálsmálið á Milan alla leið og enda tímabilið með aðeins tveimur stigum minna. Lærisveinar Simone Inzaghi dauðsjá eflaust eftir 2-1 tapi gegn Bologna í lok apríl.

Inter lenti ekki í vandræðum gegn Sampdoria í lokaumferðinni og vann 3-0. Mörkin komu á átta mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks.

Ivan Perisic gerði fyrsta markið og Joaquin Correa næstu tvö.

Napoli endar í þriðja sæti og vann sinn leik í dag einnig með þremur mörkum, gegn Spezia.

Inter 3 - 0 Sampdoria
1-0 Ivan Perisic ('49)
2-0 Joaquin Correa ('55)
3-0 Joaquin Correa ('57)

Spezia 0 - 3 Napoli
0-1 Matteo Politano ('4)
0-2 Piotr Zielinski ('25)
0-3 Diego Demme ('36)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
2 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
3 Inter 13 9 0 4 28 13 +15 27
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Bologna 12 7 3 2 21 8 +13 24
6 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
9 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
10 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
11 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
12 Cremonese 12 3 5 4 13 16 -3 14
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Fiorentina 13 0 6 7 10 21 -11 6
20 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
Athugasemdir
banner
banner