Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. júní 2021 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Orkumótsfarar frá Fram spila með höfuðbönd
Mynd: Aðsend
Höfuðáverkar geta verið alvarlegir og eru algengir í íþróttum. Hjá ungu fólki eru íþróttir í öðru sæti yfir algengustu orsakir heilahristings á eftir bílslysum.

Það er alltaf að verða meiri vitundarvakning um afleiðingar höfuðáverka í fótbolta. Fyrir ekki svo löngu voru hjálmar ekki notaðir við hjólreiðar né skíðaiðkun - en ég í dag myndu fáir senda börnin í án hjálma í þessar iðjur.

Upp kom sú hugmynd hjá foreldraráði Orkumótsdrengja í 6. flokki hjá Fram að kaupa sérstök höfuðbönd sem drengirnir myndu spila með á mótinu nú í júní. Þannig vildi hópurinn skapa gott fordæmi og í leiðinni vekja athygli á notkun varna gegn höfuðáverkum.

Höfuðböndin vernda höfuðið fyrir höggi, flæða vel yfir höfuðið en læsast um leið við högg, dreifa álaginu og vernda því viðkvæmt höfuðlagið.

Foreldraráðið fór af stað og leitaði eftir styrkjum fyrir kaupum á böndunum og hafði í framhaldinu samband við umboðsaðilann (Securesport) um kaupin. Skemmst er frá því að segja að höfuðböndin koma vel út og drengirnir allir sáttir að spila með þau.

Þeir segja að auðvelt sé að skalla með bandið og sumir vilja meina að þeir skalli betur. Foreldrarnir höfðu auk þess orð á því að notkunin veitti þeim meiri hugarró á meðan spilað er. Allt er þetta gert til þess að vernda dýrmæt höfuð.

Hægt er að kynna sér böndin á securesport.is og á sölustöðum (Jói útherji og Macron búðin)
Athugasemdir
banner
banner
banner