Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mið 22. júní 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Glódís Perla: Megum ekki fara aftur í gamla pakkann
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst bara vel, við erum loksins að koma saman allur hópurinn - í fyrsta sinn eru allir með. Ég er búin að vera hérna síðan í byrjun júní, æfðum nokkrar saman, þannig það er stemning fyrir æfingunni í dag allavega," sagði Glódís Perla Viggósdóttir fyrir landsliðsæfingu í morgun.

Þær sem spila í vetrardeildum mættu snemma í júní og æfðu saman eftir heimkomu til Íslands. Sara Björk Gunnarsdóttir sagði frá því í viðtali fyrr í vikunni að þær hefðu mikið spilað þrjár á móti þremur. Hver var öflugust?

„Ég ætla segja að Cessa [Cecilía Rán Rúnarsdóttir] hafi verið öflugust, hún mátti ekki vera í marki út af hendi þannig hún var útileikmaður og stóð sig ótrúlega vel miðað við það."

Finnuru mun á andanum fyrir þetta stórmót og það síðasta [EM 2017 í Hollandi]?

„Já og nei. Ég held það sé rólegri stemning almennt. Við erum með reynslumeiri hóp, með leikmenn sem eru að spila í stærri deildum og erum vanari þessu áreiti og pressu sem fylgir. Fókusinn núna er á æfingaleik á móti Póllandi."

Finnst þér liðið á öðrum stað þegar kemur að því að stjórna leikjum?

„Já, mér finnst við orðnar töluvert betri í því að vera með boltann og skapa okkur færi með boltann, ekki bara eftir föst leikatriði eða skyndisóknir. Mér finnst við hafa tekið skref þar fram á við sem er mjög mikilvægt og við þurfum að halda áfram á þeirri þróun, megum ekki fara aftur í gamla pakkann að pakka í vörn. Við erum með frábæra leikmenn sem eru mjög góðir í að halda í boltann og við þurfum að nýta okkur þetta og halda áfram að þróa það," sagði Glódís.

Hún ræðir meira um EM á Englandi, tímabilið með Bayern í Þýskalandi í viðtalinu sem má sjá í heild í spilaranum að ofan. Hún var einnig spurð meira út í Cecilíu.
Athugasemdir
banner