Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 22. júní 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Viðurkenni að ég verð ekki sátt nema við gerum það"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu. Hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í morgun.

„Mér líst mjög vel á þetta, gaman að spila á Englandi. Hópurinn er flottur og gaman að vera komnar aftur saman. Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar," sagði Dagný.

„Við erum á svolítið misjöfnum stöðum. Einhverjar eru búnar að vera í vetrardeildum, einhverjar eru búnar að vera spila á fullu. Vonandi setja Steini og Ási upp í einhverja skemmtilega æfingu."

Dagný spilar með West Ham á Englandi þar sem er vetrardeild. Síðustu vikur hefur hluti landsliðsins æft á Laugardalsvelli þar sem þær hafa spilað þrjár á móti þremur og tvær á móti tveimur.

„Cessa er búin að vera útspilari og Ási þjálfari [verið með]. Eins gaman og það er að spila á litlu svæði en þá viðurkenni ég að okkur var farið að hlakka til að hitta allan hópinn, spila á stærra svæði og gera aðeins öðruvísi æfingar."

Ertu með einhverjar væntingar fyrir EM?

„Ég tel okkur allavega vera með nægilega sterkt lið til að komast upp úr riðlinum. Ég viðurkenni að ég verð ekki sátt nema við gerum það. Mig langar að komast upp úr riðlinum," sagði Dagný.

Nánar var rætt við hana og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner