Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
banner
   mið 22. júní 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Viðurkenni að ég verð ekki sátt nema við gerum það"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagný Brynjarsdóttir er á leið á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu. Hún ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu í morgun.

„Mér líst mjög vel á þetta, gaman að spila á Englandi. Hópurinn er flottur og gaman að vera komnar aftur saman. Það er alltaf gaman að hitta stelpurnar," sagði Dagný.

„Við erum á svolítið misjöfnum stöðum. Einhverjar eru búnar að vera í vetrardeildum, einhverjar eru búnar að vera spila á fullu. Vonandi setja Steini og Ási upp í einhverja skemmtilega æfingu."

Dagný spilar með West Ham á Englandi þar sem er vetrardeild. Síðustu vikur hefur hluti landsliðsins æft á Laugardalsvelli þar sem þær hafa spilað þrjár á móti þremur og tvær á móti tveimur.

„Cessa er búin að vera útspilari og Ási þjálfari [verið með]. Eins gaman og það er að spila á litlu svæði en þá viðurkenni ég að okkur var farið að hlakka til að hitta allan hópinn, spila á stærra svæði og gera aðeins öðruvísi æfingar."

Ertu með einhverjar væntingar fyrir EM?

„Ég tel okkur allavega vera með nægilega sterkt lið til að komast upp úr riðlinum. Ég viðurkenni að ég verð ekki sátt nema við gerum það. Mig langar að komast upp úr riðlinum," sagði Dagný.

Nánar var rætt við hana og má sjá viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner