Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 22. september 2019 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Þessi hópur hjá Chelsea minnir mig á Dortmund
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp hefur miklar mætur á ungu liði Chelsea fyrir stórleik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir á meðan Chelsea er komið með átta stig á fyrsta tímabilinu undir stjórn Frank Lampard.

„Þessi hópur hjá Chelsea minnir mig á hópinn minn hjá Dortmund fyrir löngu. Fólk talar alltaf um hversu ungir leikmennirnir eru en þeir eiga fyllilega skilið að spila því þeir eru ótrúlega góðir," sagði Klopp.

„Þeir borguðu 50-60 milljónir fyrir Christian Pulisic og allir leikmennirnir í kringum hann eru svipað mikils virði.

„Tammy Abraham og Mason Mount eru 60 milljóna virði hvor, ef ekki meira, og Callum Hudson-Odoi var þegar búinn að ná þeim verðmiða fyrir upphaf tímabilsins."


Klopp hélt áfram að dásama Chelsea og telur hann að liðið hafi getu til að berjast um alla titla á tímabilinu.

„Ef það er eitt félag í heimi sem gat lent í þessu viðskiptabanni án þess að finna mikið fyrir því þá er það Chelsea. Þeir eru með aragrúa af góðum mönnum úti á láni á hverju tímabili.

„Mér líkar vel við leikstíl Chelsea undir stjórn Lampard og hlakka til að mæta þeim. Þetta verður góður leikur."


Klopp náði frábærum árangri með ungu og spennandi liði Dortmund á sínum tíma. Hann vann þýsku deildina tvisvar og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner