Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   sun 22. september 2019 16:59
Sverrir Örn Einarsson
Tufa: Ég vill alltaf vera í mínu starfi
Tufa þjálfari Grindavíkur
Tufa þjálfari Grindavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst leikurinn flottur af okkar hálfu. Einn af okkar bestu leikjum í sumar, fullt af færum sem við vorum að skapa og skorum tvö mörk en fáum á okkur tvö mörk eftir aukaspyrnur sem voru vafaatriði svo ég er bara rosalega svekktur fyrst og fremst með niðurstöðuna.“

Sagði Tufa þjálfari Grindavíkur en 2-2 jafntefli liðs hans í dag þýðir að Grindavík er endanlega fallið úr deildinni þótt það hafi legið í loftinu í talsverðan tíma.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Valur

Grindavík fékk fjölmörg færi á lokamínútum leiksins en inn vildi boltinn ekki sem hefur verið saga þeirra í sumar.

„Ég hef sagt þetta oft í sumar að í 11 jafnteflisleikjum gátu að minnsta kosti 5 ef ekki 6 endað okkar megin og það væru sanngjörn úrslit að við værum að klára þá með sigri. En það gerðist ekki og yfirleitt þegar lið er að ströggla svona þá detta svona hlutir aldrei með liðinu.“

Tufa sem tók við Grindavík fyrir tímabilið eftir að hafa komið frá KA er með uppsagnarákvæði í sínum samningi. Vill hann halda áfram með liðið?

„Ég vill alltaf vera í mínu starfi. Halda áfram að berjast með mínu liði en aðalmálið er hvað við sem klúbbur viljum gera og hvernig við viljum koma liðinu aftur til baka í deild þeirra bestu.“

Sagði Tufa en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir