Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 22. september 2022 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Arnar afar ánægður með varnarleikinn - „Sigurinn er velkominn"
Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í dag.
Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í dag.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var ánægður með varnarleik liðsins í 1-0 sigrinum á Venesúela í Vín í kvöld en hann ræddi við Örvar Arnarsson, fréttamann Fótbolta.net, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Venesúela 0 -  1 Ísland

Ísak Bergmann Jóhannesson gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu undir lokin.

Leikurinn var frekar lokaður, eins og við var að búast, en íslenska liðið fór að sækja að marki Venesúela í síðari hálfleiknum. Markið kom en varnarleikurinn var sérstaklega ánægjulegur.

„Já ég er mjög sáttur við sigurinn að sjálfsögðu. Við erum líka sáttir við að hafa haldið hreinu. Varnarleikur liðsins fannst mér mjög góður heilt yfir og héldum control yfir leiknum nánast allan tímann, en svolítið lokaður leikur eins og við vissum. Venesúela hafa ekki fengið mörg mörk á sig í undanförnum leikjum. Þetta er týpískt suður-amerískt lið sem mikill hraði í og beinskeyttir og power. Heilt yfir var ég mjög ánægður með leikinn þó maður hefði viljað skapað fleiri færi og skora fleiri mörk en sigurinn var velkominn," sagði Arnar Þór við Fótbolta.net.

Arnar fór aðeins yfir leikinn og vel heppnaðar tilraunir Íslands að brjóta niður sóknir Venesúela.

,,Við vissum að þeir hafa verið að spila 3-4-3 og 3-5-2 og eru með góða sóknarmenn. Þurfum ekkert að senterinn sem spilar í Englandi og svo með leikmenn í Brasilíu sem spila í stórum klúbbum. Það er ekkert hægt að gefa þeim mikinn tíma og Suður-amerísk lið eru góð sóknarlið og geta sótt hratt, með mikla tækni og að sjálfsögðu er það hluti af okkar leik að brjóta sóknir andstæðinganna sem fyrst."

Hann var ánægður að fá Aron Einar inn í vörnina. Það er ekki hlutverk sem Aron þekkir vel hjá landsliðinu en hann hefur verið að spila þar með Al Arabi í Katar. Hann og Hörður Björgvin náðu vel saman, með Davíð Kristján og Guðlaug Victor í bakvörðunum.

„Ekki spurning. Við töluðum um það í síðustu viku á blaðamannafundinum að bara það að fá reynsluna inn af þessum leikmönnum sem hafa ekki verið með okkur undanfarið en gífurlega mikilvægt fyrir okkur unga lið og gerir blönduna aðeins eðlilegri. Guðlaugur Victor hefur spilað einhverja landsleiki sem hægri bakvörður og gerði það mjög vel í dag. Aron Einar kannski að spila í fyrsta sinn í miðverði í landsleik en er að spila þetta í sínu félagsliði og gerir það mjög vel. Gífurleg reynsla og tengingin milli Harðar og Davíðs var mjög góð í júníglugganum þannig þetta skilaði sér mjög vel í hús í dag."

Ísak Bergmann fór á vítapunktinn í leiknum. Er hann framtíðarskytta landsliðsins?

„Ef hann skorar þá má hann taka vítaspyrnu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner