Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fim 22. september 2022 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Arnar afar ánægður með varnarleikinn - „Sigurinn er velkominn"
Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í dag.
Arnar Þór Viðarsson á hliðarlínunni í dag.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var ánægður með varnarleik liðsins í 1-0 sigrinum á Venesúela í Vín í kvöld en hann ræddi við Örvar Arnarsson, fréttamann Fótbolta.net, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Venesúela 0 -  1 Ísland

Ísak Bergmann Jóhannesson gerði eina mark leiksins úr vítaspyrnu undir lokin.

Leikurinn var frekar lokaður, eins og við var að búast, en íslenska liðið fór að sækja að marki Venesúela í síðari hálfleiknum. Markið kom en varnarleikurinn var sérstaklega ánægjulegur.

„Já ég er mjög sáttur við sigurinn að sjálfsögðu. Við erum líka sáttir við að hafa haldið hreinu. Varnarleikur liðsins fannst mér mjög góður heilt yfir og héldum control yfir leiknum nánast allan tímann, en svolítið lokaður leikur eins og við vissum. Venesúela hafa ekki fengið mörg mörk á sig í undanförnum leikjum. Þetta er týpískt suður-amerískt lið sem mikill hraði í og beinskeyttir og power. Heilt yfir var ég mjög ánægður með leikinn þó maður hefði viljað skapað fleiri færi og skora fleiri mörk en sigurinn var velkominn," sagði Arnar Þór við Fótbolta.net.

Arnar fór aðeins yfir leikinn og vel heppnaðar tilraunir Íslands að brjóta niður sóknir Venesúela.

,,Við vissum að þeir hafa verið að spila 3-4-3 og 3-5-2 og eru með góða sóknarmenn. Þurfum ekkert að senterinn sem spilar í Englandi og svo með leikmenn í Brasilíu sem spila í stórum klúbbum. Það er ekkert hægt að gefa þeim mikinn tíma og Suður-amerísk lið eru góð sóknarlið og geta sótt hratt, með mikla tækni og að sjálfsögðu er það hluti af okkar leik að brjóta sóknir andstæðinganna sem fyrst."

Hann var ánægður að fá Aron Einar inn í vörnina. Það er ekki hlutverk sem Aron þekkir vel hjá landsliðinu en hann hefur verið að spila þar með Al Arabi í Katar. Hann og Hörður Björgvin náðu vel saman, með Davíð Kristján og Guðlaug Victor í bakvörðunum.

„Ekki spurning. Við töluðum um það í síðustu viku á blaðamannafundinum að bara það að fá reynsluna inn af þessum leikmönnum sem hafa ekki verið með okkur undanfarið en gífurlega mikilvægt fyrir okkur unga lið og gerir blönduna aðeins eðlilegri. Guðlaugur Victor hefur spilað einhverja landsleiki sem hægri bakvörður og gerði það mjög vel í dag. Aron Einar kannski að spila í fyrsta sinn í miðverði í landsleik en er að spila þetta í sínu félagsliði og gerir það mjög vel. Gífurleg reynsla og tengingin milli Harðar og Davíðs var mjög góð í júníglugganum þannig þetta skilaði sér mjög vel í hús í dag."

Ísak Bergmann fór á vítapunktinn í leiknum. Er hann framtíðarskytta landsliðsins?

„Ef hann skorar þá má hann taka vítaspyrnu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner