Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. september 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bestur í 2. deild: Hann átti ekkert að spila
Björgvin Stefán Pétursson (Höttur/Huginn)
Björgvin í leik með Leikni F árið 2020
Björgvin í leik með Leikni F árið 2020
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Björgvin Stefán Pétursson hjá Hetti/Huginn er ICE leikmaður 22. umferðar í 2. deild karla að mati Ástríðunnar. Hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri liðsins gegn KF í lokaumferðinni.


„Lengi lifir í gömlum glæðum, þvílíkur maður," sagði Óskar.

„Hann er bara þrítugur en mér finnst eins og hann sé 43. ára," sagði Gylfi.

Björgvin er aðstoðarþjálfari liðsins en hann þurfti að taka fram skóna í síðari hluta tímabilsins.

„Ég spilaði á móti þessum strák upp um alla yngri flokkana, ég veit ekki hversu oft ég hef spilað á móti honum í lífinu. Ég stend bara upp og klappa," sagði Óskar Smári og stóð upp og klappaði.

„Hans hlutverk í þessu liði, hann er aðstoðarþjálfari og enginn að tala um að hann sé að spila. Hann var búinn að leggja skóna á hilluna. Hlakka til að sjá hann spila á næsta tímabili, velkominn aftur."


Ástríðan - 22. umferð - Síðasta yfirferð sumarsins
Athugasemdir
banner
banner