Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 22. september 2023 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður kvennaliðs Sheffield United lést 27 ára að aldri
Kvenaboltinn
Þau hræðilegu tíðindi bárust í gær að Maddy Cusack, leikmaður Sheffield United, hefði látist.

Hún var aðeins 27 ára gömul.

Cusack spilaði meira en 100 leiki fyrir Sheffield United eftir að hún gekk í raðir félagsins árið 2019. Hún starfaði einnig í markaðsdeild félagsins.

„Þetta eru gríðarlega sorgleg tíðindi fyrir okkur öll á Bramall Lane," segir í tilkynningu Sheffield United.

„Hennar verður sárt saknað. Félagið bjóða fjölskyldu Maddy, vinum og samstarfsfólki eins mikinn stuðning og hægt er."
Athugasemdir
banner
banner