
Þau hræðilegu tíðindi bárust í gær að Maddy Cusack, leikmaður Sheffield United, hefði látist.
Hún var aðeins 27 ára gömul.
Hún var aðeins 27 ára gömul.
Cusack spilaði meira en 100 leiki fyrir Sheffield United eftir að hún gekk í raðir félagsins árið 2019. Hún starfaði einnig í markaðsdeild félagsins.
„Þetta eru gríðarlega sorgleg tíðindi fyrir okkur öll á Bramall Lane," segir í tilkynningu Sheffield United.
„Hennar verður sárt saknað. Félagið bjóða fjölskyldu Maddy, vinum og samstarfsfólki eins mikinn stuðning og hægt er."
Athugasemdir