Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 22. september 2023 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Rosalega gaman að sjá að Karólína er farin þangað og er að standa sig vel"
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA og leikmaður landsliðsins, er fyrrum leikmaður Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Hún segist fylgjast vel með sínu fyrrum liði. Sandra lék fyrst með Leverkusen á láni árið 2016 og svo aftur tímabilin 2019 og 2020, þá samningsbundin félaginu. Hún eignaðist í kjölfarið dóttur og flutti heim til Akureyrar.

„Ég fylgist mjög vel með þeim, á ennþá nokkrar vinkonur sem spila þar, nokkrar sem ætla koma á landsleikinn í Þýskalandi," sagði Sandra.

Leikurinn gegn Þýskalandi er seinni leikurinn í þessum landsleikjaglugga, fyrri leikurinn er gegn Wales á Laugardalsvelli í kvöld. Báðir leikirnir eru hluti af Þjóðadeildinni.

„Þær eru að gera góða hluti og rosalega gaman að sjá að Karolína er farin þangað og er að standa sig vel," sagði Sandra. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Einnig má sjá viðtal við Karólínu sjálfa.

Leikurinn gegn Wales hefst klukkan 18:00.
Karólína Lea: Síðasti heimaleikur situr í manni
„Búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt"
Athugasemdir
banner
banner