Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fös 22. október 2021 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur: Þetta sýnir hvað við erum með sterkan hóp
Icelandair
Gunnhildur í baráttu við leikmann Tékka í kvöld.
Gunnhildur í baráttu við leikmann Tékka í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum mjög ánægðar. Þetta er mjög sterkt lið. Við vissum að við þyrftum sigur," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, núverandi fyrirliði Íslands, eftir 4-0 sigur gegn Tékklandi í undankeppni HM í kvöld.

Hún spjallaði við RÚV að leik loknum.

„Við höfðum fulla stjórn á þessu. Í stöðunni 1-0 er allt hægt. Við vissum að við þyrftum að skora annað. Tékkland er með frábært lið. Við vorum mjög þéttar fyrir og fórum eftir plani. Það gekk í dag," sagði fyrirliðinn.

Þetta er fyrsti sigur Íslands gegn Tékklandi. Þetta er fyrsti sigur Íslands í riðlinum og er hann mjög mikilvægur. Búist er við því að Íslands og Tékklands séu annað og þriðja besta liðið í riðlinum á eftir Hollandi.

„Við gerðum tvö jafntefli við þær í síðustu undankeppni. Ég er mjög sátt með liðið og það sem við gerðum í dag."

Guðrún Arnardóttir kom inn í liðið og átti góðan leik í vörninni. Gunnhildur var sérstaklega spurð út í hana.

„Hún og allt liðið átti frábæran leik. Þetta sýnir hvað við erum með sterkan hóp. Við getum gert breytingar og átt svona sterkan leik. Allar stelpurnar stóðu sig frábærlega."
Athugasemdir
banner