Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. febrúar 2020 07:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Smith: Nokkrir sem sáu til þess að þeir spili ekki á Wembley
Dean Smith knattspyrnustjóri Aston Villa.
Dean Smith knattspyrnustjóri Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Dean Smith knattspyrnustjóri Astona Villa var langt í frá að vera sáttur eftir 2-0 tap sinna manna gegn Southampton í gær.

Nú þegar farið er að styttast í úrslitin í deildabikarnum á Wembley þar sem Aston Villa mætir Manchester City hefur Smith gefið það út að nokkrir leikmenn hafi spilað sig út úr liðinu í leiknum gegn Southampton vegna frammistöðu sinnar.

„Það vantaði alla baráttu í okkar leik, ég þarf að geta séð að þetta skipti leikmönnunum einhverju máli," sagði Smith.

„Ég nenni ekki að hugsa um úrslitaleikinn núna, þetta var úrslitaleikurinn okkar í dag og við vorum hræðilegir. Einhverjum leikmönnum tókst að spila sig út úr liðinu," sagði Smith eftir leikinn en Aston Villa er í harðri fallbaráttu, aðeins einu stigi frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner