Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við Þrótt. Hún mun leika með KR í Lengjudeildinni á láni í sumar.
Ragnheiður er fædd árið 2005 og hefur spilað tvo leiki með Þrótti í efstu deild. Hún var á láni hjá Fylki seinni hluta síðasta tímabils í Lengjudeildinni og spilaði fimm leiki og skoraði eitt mark.
Þá skoraði hún fjögur mörk í sex leikjum fyrir SR í 2. deild sumarið 2021.
Hún er þegar byrjuð að spila með KR en hún lék með liðinu í 4-1 tapi gegn Selfossi í Lengjubikarnum í gær.
Athugasemdir