Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   fim 23. mars 2023 22:42
Brynjar Ingi Erluson
„Þetta eru íslenskir alvöru karlmenn sem eiga stundum skilið að láta hrauna yfir sig"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að öllu þessu sögðu hlakkar ekkert í okkur að vera grjótharðir og hrauna yfir liðið. Ég veit að leikmenn voru tilbúnir í þennan leik og ætluðu að leggja sig fram, en ég velti fyrir mér hvernig settum við þennan leik upp. Voru menn ekki að fylgja fyrirmælum eða var hann settur svona upp?“ sagði og spurði Rúrik Gíslason, spekingur á Viaplay, eftir 3-0 tapið gegn Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM í kvöld.

Íslenska liðið var á afturfótunum stærstan hluta leiksins en slakur varnarleikur varð liðinu að falli.

Kári og Rúrik fóru aðeins yfir þriðja markið þar sem Amar Dedic fékk að leika sér með boltann fyrir utan teig og gerði það pressulaust áður en hann skaut boltanum á markið og skoraði.

„Höddi er að dekka sama mann og Daníel. Þetta er 'communication-error'. Höddi á að taka þennan mann og þá getur Davíð staðið utar en auðvitað er hann í coveri fyrir Hödda en hann verður að láta hann vita. Höddi verður að líta um öxl. Ætla þeir báðir að fara með honum og opna svæðið þarna?“

„Þetta er svo augljóst. Arnór Ingvi á að vera mættur eða þeir skipti og hjálparvörnin standa hlið við hlið og sá sem stendur utar. Hákon er að ferðast alltof langt en Arnór er ekkert að gera þarna. Hann kemur sér í ágætis stöðu en þetta er helvíti linnt og Arnór vertu mættur út í þetta.“

„Arnór er bara fastur í 'no-mans-land'. Það hefur gerst fyrir alla djúpa miðjumenn og ekkert við hann að sakast, en varnarmaðurinn hugsar við ætlum ekki að hleypa honum í skotið. En að því sögðu finnst mér að Rúnar Alex eigi að verja þetta,“
sagði Kári.

Rúrik fannst þá vanta upp á að menn væru að láta hvorn annan heyra það á vellinum.

„Það er mikið talað um góða stemningu í liðum en er það bara að klappa mönnum á bakið. Í fótboltaliði eru allir vinir en það er ekki þar með sagt að þú getir ekki hraunað yfir næsta mann ef hann er kærulaus. Mér finnst þetta ekki vera upp á teningnum hjá íslenska landsliðinu. Þetta eru íslenskir alvöru karlmenn sem eiga stundum skilið að láta hrauna yfir sig og mér finnst það bara í lagi. Mér finnst við eiga að búast við meira af liðinu og öllu sambandinu,“ sagði Rúrik.

Kári tók undir það með Rúrik að það hlakkaði ekkert í þeim að láta menn heyra það og kallar eftir betri varnarvinnu.

„Að sjálfsögðu hlakkar ekki í okkur og eigum helling af vinum í liðinu. Mér finnst þetta grátlegt og fannst eins og það væri komið 'blueprint'. Er þessi þróun í rétta átt? Verjumst bara eins og menn og byggjum þetta á því.“
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner